Spurt og svarað

Thoracal Facet Syndrome

Spurnig: Hæ hæ var að skoða á síðuna ykkar á netinu og reyna að lesa mig til um vefjagigt. Ég veit ekki hvert ég á að leita, en ég bý í Danmörku og var að fá frá lækni eftir mikil veikindi að ég er með það sem þeir kalla "Thoracal Facet Syndrome".  Gæti það verið það sama og vefjagigt? Mig langar að kanna það svo ég geti lesið mér til um sjúkdóminn en ég veit ekki hvert ég á að leita, langar mikið þá til að fræðast um þetta og reyna að láta þetta lagast ef þetta er það sama og ég er með. 
Með von um einhver svör, takk fyrir. 

Svar:

Sæl 
Þau eru mörg sjúkdómsheitin sem eru til og er "Thoracal Facet Syndrome" heiti yfir langvinnna verki sem eru að mestu bundnir við brjóstbakið. Verkir frá brjóstbaki eru mjög algengir og geta verið af mörgum og mismunandi orsökum má þar nefna "triggerpunkta" í vöðvum og/eða í bandvef, læsingar og/eða stirðleika í smáliðum (facetliðum) hryggjar og rifjatengingum, einkenni frá liðþófum eða einkenni vegna raskana í taugakerfi. Vefjagigt er fjölkerfasjúkdómur þ.e. sjúkdómsskilmerki byggja ekki bara á staðbundnum verkjum, heldur útbreiddum verkjum frá þremur af fjórum líkamspörtum, óeðlilegri þreytu, svefntruflunum, ofunæmi í taugakerfinu og mörgum öðrum einkennum. Þannig að það er ekki samasem merki á milli þessara tveggja sjúkdómsheita, en margir vefjagigtarsjúklingar eru með mikil einkenni frá þessu svæði þannig að ef til vill er hægt að finna einhverja tengingu þarna á milli. 

Með kveðju, Sigrún Baldursdóttir

Til baka