Um vefinn

Vefurinn  var opnaður 23. maí 2007. Vefurinn er unninn af Sigrúnu Baldursdóttur sem meistaraverkefni í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinandi verkefnisins var Ásrún Matthíasdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík og meðleiðbeinandi  Arnór Víkingsson, gigtarlæknir. Sérlegir aðstoðarmenn voru Auðna Ágústsdóttir doktor í hjúkrun og Gunnbjörn Marinósson.
Zebra.is sá um hönnun og uppsetningu á vefnum.
Verkefnið var styrkt af Kaupþing banka, Actavis og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.

Flest allt efni vefsins er skrifað af Sigrúnu Baldursdóttur sjúkraþjálfara, en Arnór Víkingsson gigtarlæknir og Magnús Baldursson sálfræðingur skrifuðu einning stórar greinar fyrir vefinn. Greinar annarra höfunda eru merktar þeim.

Öllum er heimilt að nýta sér efni vefsins ef heimildar er getið þ.e. nafn höfundar, nafn greinar, og hvenær sótt á vefinn.  Sé óskað nánari upplýsinga um efni eða annað er hægt að senda póst á vefjagigt@vefjagigt.is.