Svimi/Jafnvægisleysi


Svimi/Jafnvægisleysi

Að vera óstöðugur á fótunum með svima og jafnvel ógleði eru einkenni sem sumir kvarta yfir og oft finnst engin skýring á þessum einkennum. Fjölmargar ástæður geta legið að baki svima og jafnvægisleysis. Mikil vöðvabólga í hálsi og herðum, lágur blóðþrýstingur, járnskortur og sjúkdómar í innra eyra.

Talið er að úrvinnsla á upplýsingum í miðtaugakerfi vefjagigtarsjúklinga sé ekki eðlileg og því er ekki ósennilegt að truflun sé á úrvinnslu heilans á upplýsingum frá skynfærum sem gegna lykilhlutverki í skynjun staðsetningar, hreyfingar og stöðustjórnunar (35). Þessi skynfæri eru augu, eyru, jafnvægisviðtakar í vöðvum og sinum og þrýstiviðtakar í iljum. Truflun á upplýsingum frá þessum skynfærum veldur jafnvægisleysi, svima og ógleði.