Hvað er síþreyta

Sjúkdómseinkenni síþreytufárs (e. chronic fatigue syndrome) svipar mjög til sjúkdómseinkenna vefjagigtarheilkennisins og mörgum talin vera sama heilkennið og vefjagigt (10-13). Síþreytufár byrjar oft með bráðum veikindum sem viðkomandi nær sér ekki almennilega af og hafa ýmsar  veirur verið nefndar sem upphafskveikjur fyrir síþreytu. Í byrjun er yfirþyrmandi þreyta oft aðal einkennið, en fyrrnefnd einkenni vefjagigtar fylgja síðann oft í kjölfarið. Nokkrir síþreytufaraldrar eru þekktir og meðal þeirra er Akureyrarveikin (e. Icelandic epidemic eða Iceland disease) sem sem gekk hér yfir á árunum 1948-9 (14,15). Þar var mænuveikisveiran (e. polio) eða veira náskyld henni að verki og olli hún einkennum frá taugakerfinu meðal annars kraftminnkun í vöðvum og almennum slappleika. Margir einstaklingar sem urðu ekki fyrir varanlegum skaða á taugakerfi náðu sér þó aldrei eftir veikindin heldur fengu síþreytu og önnur einkenni vefjagigtar (15). Væg heilabólga (e. myalgic encephalomyelitis, ME) er annað heiti yfir síþreytufár sem er mikið notað í Bretlandi.