Verkir


Útbreiddir verkir
Vefjagigt einkennist af langvinnum verkjum sem koma frá öllum líkamshlutum og mörgum líffærakerfum. Vitað er að truflun er á úrvinnslu verkjaboða í miðtaugakerfinu. Miðtaugakerfið hefur innibyggt kerfi til að tempra verki og til að magna þá upp, allt hvað við á. Í vefjagigtinni þá er þetta verkjastjórnunarkerfi bilað þannig að of mikið er af efnum sem magna verki og of lítið af efnum sem að hamla verkjum (1-7). Þetta veldur því að til heilans berast boð frá líkamanum sem að öllu jöfnu ættu ekki að verða meðvituð, komast til hans. Þannig finna vefjagigtarsjúklingar fyrir verk eða sársauka við mjög lítil áreiti.