Einkenni

Einkenni vefjagigtar eru fjölmörg, en aukið verkjanæmi og þreyta eru þau algengustu. Einstaklingsbundið er hversu mörg og hvaða einkenni hver hefur. Hér fyrir neðan er listi yfir einkenni sem geta fylgt vefjagigt. Þessi einkenni geta verið fylgikvilli annarra sjúkdóma því er mikilvægt að leita til læknis til að fá úr því skorið hvort að um vefjagigt sé að ræða.

Þekkt einkenni vefjagigtar eru m.a.:

• Útbreiddir verkir
• Einkenni frá vöðvum – vöðvaverkir, “triggerpunktar”, vöðvaslappleiki
• Morgunstirðleiki
• Liðverkir
• Svefntruflanir
• Þreyta
• Einkenni frá meltingarvegi
• Depurð/þunglyndi/kvíði
• Einkenni frá hjarta- og æðakerfi
• Einkenni frá þvag- og kynfærum 
• Minnisleysi/einbeitingarskortur
• Spennuhöfuðverkur, mígren höfuðverkur
• Augn- og munnþurrkur
• Sjóntruflanir
• Bjúgur/þroti á höndum og fótum
• Fótaóeirð/fótapirringur
• Raynauds phenomenon- kuldanæmi
• Svimi, jafnvægisleysi
• Blóðsykursfall (e. hypoglycemia)

Ítarlegri upplýsingar eru um hvert einkenni fyrir sig undir hlekkjunum hér til hliðar.