Aðrir sjúkdómar


Vefjagigtarheilkennið getur verið frumsjúkdómur (e. primary disease), en hann getur líka fylgt öðrum sjúkdómum. Ekki er óalgengt að einstaklingar með langvinna bólgusjúkdóma t.d. iktsýki (e. rheumatoid arthritis, RA), rauða úlfa (e. systemic lupus erythematosus, SLE), hryggikt (e. ankylosing spondylitis) eða heilkenni Sjögrens (e. Sjögren syndrome) séu einnig með vefjagigt. Það virðist sem að sjúkdómar sem valda langvarandi verkjum og trufla svefn geti verið einn af orsakaþáttum fyrir vefjagigt og síþreytu. Talið er að um 25% sjúklinga með iktsýki, hryggikt og rauða úlfa uppfylli greiningu á vefjagigt (35).

Einkennum raskana (e. disorders) eins og næmisraskanir (e. multiple chemical sensitivity syndrome, MCV), myofascial pain syndrome (MPS), kjálkakvillar (e. temporomandibular joint syndrome, TMD) og millivefjablöðrubólga (e. interstitial cystitis) svipar um margt til einkenna vefjagigtar og síþreytu og eru hugsanlega afbrigði af sama heilkenni. Dr. Muhammas Yunus sem hefur rannsakað vefjagigt og síþreytu árum saman telur að allar þessar raskanir og fleiri til séu í raun mismunandi afbrigði af sama heilkenni, sem hann kallar dysregulation spectrum syndrome eða DSS sem hann telur líklegt að orsakist of truflunum í tauga-hormónakerfi (e. neuro-hormonal system) líkamans (36).