Vöðvaslakandi lyf

Höfundur:
Arnór Víkingsson, gigtarlæknir


Cyclobenzaprine hefur verið notað í meðferð vöðvaverkja og vöðvastífleika í yfir 20 ár með þokkalegum árangri. Samkvæmt erlendum rannsóknum fá 20-30% sjúklinga verulega bót meina sinna með þessari meðferð (7). Hér á landi er cyclobenzaprine ekki fáanlegt en í stað þess má nota Orphenadrine sem hugsanlega hefur svipaða verkun. Engar rannsóknir hafa þó verið gerðar á virkni orphenadrine í vefjagigt. Orphenadrine er fáanlegt í samsetta lyfinu Norgesic® sem einnig inniheldur 450 mg af paracetamóli í hverri töflu. Algengir skammtar eru 1-2 töflur 1-2 sinnum á dag. Lyfið getur haft sljóvgandi áhrif sem takmarkar notagildi þess yfir daginn. Helstu aukaverkanir eru þreyta, svimi, ógleði og munnþurrkur.