Liðverkir/Stirðleiki

Liðverkir
Margir vefjagigtarsjúklingar kvarta um verki og stirðleika í liðum, einkum í fingurliðum, smáliðum háls og baks. Engin merki um liðbólgur koma fram í blóðprufum og engar liðskemmdir sjást á röntgen myndum. Stirðleiki í liðum finnst við skoðun, hreyfingar eru seigar og oft skertar einkum í baki og hálsi. Hryggsúlan stirðnar gjarnan í skekkjum sem stuðla að aukinni háls- og brjóstbakssveigju. Stirðleikinn veldur verkjum og vanlíðan einkum í kyrrstöðu yfir daginn og á nóttu.


Morgunstirðleiki
Eitt einkenni margra gigtarsjúkdóma er morgunstirðleiki sem verður vegna bólgu og vökvasöfnunar í og kringum liði, en þeir stirðna í hvíldastöðu yfir nóttina. Morgunstirðleiki er mjög algengur meðal vefjagigtarsjúklinga þrátt fyrir að ekki finnist liðbólgur hjá þeim. Yfir nóttina stirðna liðir og vöðvar stífna, þessi stirðleiki minnkar svo þegar líður á morguninn. Svipuð stirðnun verður líka við kyrrsetu yfir daginn. Þannig líður gigtarfólki best ef að það er á léttri hreyfingu yfir daginn.