Hálsbólgueinkenni


 

Eitlabólgur-Særindi í hálsi


Margir vefjagigtartsjúklingar kvarta yfir langvinnum særindum í hálsi og vakna gjarnan með einkenni hálsbólgu sem hverfa gjarnan þegar líður á daginn. En sumir  vefjagigtar- og síþreytusjúklingar fá einnig endurteknar eitlabólgur og flensulík einkenni. Eitlabólgur og særindi í hálsi eru oft merki um að líkaminn sé að berjast við einhverja sýkingu. Stundum fylgir hitavella og aukinn slappleiki þessum einkennum.