Merking orðsins vefjagigt

Orðið “Fibromyalgia” er samsett  orð sem þýðir í raun verkir frá bandvef og vöðvavef. Fibra og myos eru grísk orð sem þýða þráður og vöðvi, en algia er latneskt orð sem þýðir verkur. Hægt er að leggja þá merkingu í íslenska orðið vefjagigt, að gigt eða einkenni komi frá vefjum líkamans. Margir rugla orðinu vefjagigt við vöðvagigt en stór munur er á merkingu þessara tveggja orða. Einkenni vefjagigtar eru frá vefjum líkamans m.a. bandvef, vöðvavef og taugavef en ekki bara vöðvavef. 

Vefjagigt og fjölvöðvagigt (e. polymyalgia rheumatica) er stundum ruglað saman þ.e. telja að um sama sjúkdóm sé að ræða. Fjölvöðvagigt er bólgusjúkdómur sem leggst helst á miðaldra og eldra fólk, sem lýsir sér með verkjum, stirðleika og stundum máttleysi í vöðvum. Einkennandi fyrir fjölvöðvagigt er mikil sökkhækkun í blóði.