Erfðir

Það bendir margt til þess að erfðir eigi einhvern þátt í tilurð vefjagigtar. Nokkrar rannsóknir sem hafa verið gerðar á fjölskyldum vefjagigtarsjúklinga benda til að vefjagigt sé mun algengari meðal ættingja vefjagigtarsjúklinga samanborið við algengi í þýði (2-6). Niðurstaða einnar rannsóknar á algengi vefjagigtar meðal barna vefjagigtarsjúklinga var að 16 af 58 (28%) börnum sem skoðuð voru reyndust uppfylla greiningu um vefjagigt (3). 
Talið er að ákveðinn veikleiki erfist, þannig að einstaklingar sem beri þennan erfðaþátt hafi minni vörn fyrir hverskonar álagi og ýmsum umhverfisþáttum (6).