Tengsl við aðra sjúkdóma

Til er fjöldinn allur af sjúkdómum sem að hafa í grunninn svipaða sjúkdómsmynd og vefjagigt og gæti verið um mismunandi afbrigði af sama heilkenni að ræða (16,17) . Dæmi um þessi afbrigði eru síþreyta, næmisraskanir (e. multible chemical sensitivity), mígreni, kjálkaliðsraskanir (e. temporomandibular joint syndrome, TMD) og millivefjablöðrubólga (e. interstitial cystitis). Chronic multi-symptoms illness (CMI) (17)og dysregulation spectrum syndrome (DSS)(16) eru samheiti sem notuð hafa verið yfir sjúkdómsgreiningar sem eru taldar hafa sameiginlegan grunn.