Vefjagigt viðurkennd

1. janúar 1993 var vefjagigt formlega skilgreind sem heilkenni af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (the World Health Organisation, WHO) (21). Þar með var vefjagigt orðin opinbert heilkenni með alþjóðlegum sjúkdómakóða (ICD code), M79.0. Félag bandarískra gigtlækna ( the American College of Rheumotolgy), setti fram ákveðna skilgreiningu fyrir vefjagigt árið 1990 (22). Hún var unnin af Dr. Muhammed Yunus, Hugh Smythe og Frederic Wolfe, læknum sem hafa unnið stórsigra í að fá vefjagigtina viðurkennda.  WHO ákvað að nota sjúkdómsgreiningu bandaríska gigtlæknafélagsins og er þessi sjúkdómskilgreining enn í fullu gildi.