Ofnæmiskvef


Ofnæmiskvef
Margir vefjagigtarsjúklingar hafa einkenni um langvinna nefslímhimnubólgu (48), en um helmingur allra sem eiga við langvinna nefslímhimnubólgu að stríða eru einnig haldnir öðrum einkennum vefjagigtar (49).
Nefslímhimnubólga er talin stafa af ofnæmi eða ertingu sem veldur hnerra, nefrennsli og oft særindum í augum. Ofnæmið getur verið gagnvart ýmiskonar efnum sem berast með andrúmsloftinu. Þekkt er ofnæmi fyrir frjókornum, ryki, loftmengun, myglusveppum, blómum og ýmsum hreinsi- og lyktarefnum. Mótefni í blóði, sem eru merki um ofnæmi fyrir ákveðnum efnum, eru oft ekki til staðar hjá vefjagigtarsjúklingum með langvinna nefslímhimnubólgu, því er talið að ofurnæmi taugaviðtaka í nefslímhúð þeirra eigi þátt í algengi nefslímhimnubólgu hjá þeim (48). Nefslímhimnubólga veldur óeðliega mikilli framleiðslu á slími í nefkoki með stöðugu nefrennsli og rennsli á slími niður í kok. Ennisholur eru oft fullar af slími og vökva. Ennis- og kynnholusýkingar geta m.a. valdið höfuðverk, andlits- og tannverkjum.

Meira um nefslímhimnubólgur er að finna á vefnum doktor.is