Meðferðaraðilar

Í meðferð við vefjagigt þarf oft að kalla til marga fagaðila, en æskilegt er að einn meðferðaraðili hafi yfirsýn yfir meðferðina.  Finna þarf lækni, sjúkraþjálfara eða sálfræðing sem hefur þekkingu á vefjagigt, til að gera meðferðaráætlun og til að halda utan um meðferðina.
Æskilegt er að aðrir meðferðaraðlilar sem leitað er til séu vel að sér um einkenni og gang þessa sjúkdóms. Þeir sem ekki hafa þekkingu á vefjagigt geta hæglega aukið á framgang sjúkdómsins með rangri meðferð og röngum skilaboðum eða heilræðum.