Orsakir

Margir þættir eru taldir orsaka vefjagigt. Ekki er vitað um neinn ákveðinn orsakaþátt sem getur skýrt allar myndir vefjagigtar, en margar mismunandi kenningar eru á lofti. Það sem er einkennandi fyrir vefjagigt er ofurnæmi í líkamanum fyrir allskyns áreitum sem talið er vera vegna truflunar í starfsemi miðtaugakerfisins (1). 

Líklega eru orsakaþættirnir margir og það virðist sem að margir ólíkir þættir geti hrint af stað ferli sem að lokum veldur vefjagigtarheilkenni. Sumir einstaklingar eru útsettari fyrir vefjagigt. Hjá þeim finnst kannski ekkert sérstakt sem kom sjúkdómnum af stað, meðan aðrir sjúklingar hafa orðið fyrir meiriháttar líkamlegum og/eða andlegum áföllum og hjá enn öðrum eru kannski upptökin einhver veirusýking eða jafnvel matareitrun. 
Undir hlekkjunum hér til hliðar er farið í nokkrar hugsanlega orsakir vefjagigtar.