Spurt og svarað

Ofurviðkvæmni?


Er ofurviðkvæmni hluti af vefjagigt t.d. kökkur í hálsi, tárast yfir sjónvarpi, jafnvel fréttum eða bara sí og æ?
Ég er alltaf svona upp á síðkastið og það eykst með hverjum degi. Þetta er alveg nýtt fyrir mér og er farið að ágerast svo mikið að ég er farin að forðast að vera mikið í kringum fólk.
Kveðja

______________________________________________________________________________________________________________________________________
Sæll
Já, ofurviðkvæmni er eitt einkenni vefjagigtar og þau einkenni sem að þú lýsir eru vel þekkt. Að fá kökk í hálsinn og tárast yfir öllu sem sagt er getur verið mjög erfitt og líka óþægilegt fyrir aðra sem í kringum þig eru. En ég get huggað þig með því að eins og með mörg önnur einkenni vefjagigtar þá kemur þetta einkenni "ofurviðkvæmni " einnig í köstum, þannig að þú átt eftir að finna mismikið fyrir þessari ofurviðkvæmni. Ofurviðkvæmni kemur oft í kjölfar mikils andlegs álags – líkaminn er búinn á því og þolir ekkert áreiti. Síðan dregur úr þessari ofurviðkvæmni þegar álag og áreiti minnkar og/eða fenna fer í sporin eins og stundum er sagt.

Mikilvægt er að byggja sig upp bæði andlega og líkamlega til að draga úr ofurviðkvæmninni. Passa verður upp á svefn og hvíld, stunda slökun oft á dag, gæta að önduninni að hún sé djúp, róleg og regluleg. Einnig er mikilvægt að byggja sig upp andlega, hugsa jákvæðar hugsanir, breyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar og hugræn atferlismeðferð hjálpar einngi mikið.

Gangi þér vel,
Sigrún Baldursdóttir

Til baka