Spurt og svarað

Hjálpar hugræn atferlismeðferð fólki með vefjagigt?


Á hvern hátt telur þú að hugræn atferlismeðferð hjálpi vefjagigtarsjúklingum?
Hvaða fagaðilar annast slíka meðferð?

Kveðja og takk fyrir vefinn 

____________________________________________________________________________________________________________________________________________
Sæl
Nokkrar vísindarannsóknir hafa sýnt að aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar, HAM, hafa bætt ýmis einkenni vefjagigtar. Aðferðir HAM felast meðal annars í að kenna fólki ýmsar aðferðir til að takast á við langvinnan sjúkdóm – finna bestu leiðina til að draga úr vanlíðan – stoppa neikvæðar hugsanir- að finna leiðir til að geta tekist á við daglegar athafnir.

Langveikum einstaklingum sem getur ekki fylgt samferðafólki sínu eftir verður oft svo upptekið af sínum vandamálum að vart kemst annað að. Það er eins og sami geisladiskurinn sé spilaður aftur og aftur í heilanum – sömu áhyggjurnar – sömu neikvæðu hugsanirnar.

Það má eiginlega líkja HAM við aðferð til að kenna fólki að slökkva á þessum síspilandi geisladiski og setja í gang nýja geisladiska með jákvæðum og uppbyggjandi skilaboðum. Sjúkdómurinn læknast ekki, en heilinn fær ekki að vera upptekinn dag og nótt af afleiðingum sjúkdómsins – bætt hugsun – betri líðan.

Margir sálfræðingar beita HAM , en fleiri stéttir gera það einnig, meðal annars geðhjúkrunarfræðingar.
Á vefnum er grein um hugræna atferlimeðferð http://www.vefjagigt.is/frodleikur/hugraen-atferlismedferd/ . Einnig er til félag um hugræna atferlismeðferð sem að veitir frekari upplýsingar á slóðinni: www.ham.is  og á slóðinni: http://ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/5.-fimm-thatta-likanid/sjalfvirkar-eda-obodnar-hugsanir/

Með kveðju,
Sigrún Baldursdóttir

Mynd  sótt 28.febrúar af http://ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/5.-fimm-thatta-likanid/sjalfvirkar-eda-obodnar-hugsanir/

Til baka