Vefjagigt


Fréttir

Þreyta-Orkuleysi-Lausnir og orkusparandi aðgerðir - námskeið hefst 12 apríl

Námskeiðið verður haldið í Þraut ehf dagana 12.,15.,19.,22 apríl n.k. og verður frá kl. 9:00 - 12:00 ( 3 klst. í senn).

Dagskráin felur í sér fræðslufyrirlestra, vinnustofur og verkefnavinnu um þreytu, orkuleysi og  aðgerðir til úrbóta.
 

Hentar hverjum:

Námskeiðið er fyrir alla sem eru haldnir óeðlilegri þreytu og orkuleysi og langar að auka þekkingu sína á þreytu og læra úrræði.

Verð: 34.000.- . Ath. að Stéttarfélög veita líklega félagsmönnum styrk til þátttöku á námskeiðinu.  Einnig er hægt er að skipta greiðslum í 2-3 greiðsluhluta.

 

1. Fyrirlestrar:

1.1  Þreyta/síþreyta í  langvinnum verkjum og vefjagigt - AV  

1.2  Heilaþoka/minnisleysi/einbeitingarskortur - AV

1.3  Hvað eyðir orku - hvernig er hægt að spara orku? - SB

1.4 Tengsl andlegrar líðan við þreytu - EB

              

2. Lausnir: Vinnustofur 

Vinnustofur – Hvað eyðir orku? Tengsl þreytu við lífsstílsþætti. Hvernig er hægt að safna orku? - SB, AV

                Almennar jákvæðar aðgerðir - Orkusparandi aðgerðir

                Orkueyðsla/skráning

Hugræn atferlismeðferð, HAM - EB

Slökun/hugleiðsla/mindfulness - II

Markmiðssetning, hópastarf - II

Heimaverkefni

 

Leiðbeinendur:

Arnór Víkingsson gigtarlæknir

Eggert S Birgisson sálfræðingur

Ingibjörg E Ingimarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari

Til baka