Vefjagigt


Fréttir

Námskeið fyrir þig

Ertu með verki sem hverfa ekki, ertu þreytt/ur, orkulaus, búinn á því og ástandið er ekkert að lagast? Þetta eru hættumerki sem bregðast þarf við, annars gæti stefnt í óefni.

Þraut ehf – miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma hefur nú starfað í 5 ár við að greina og meta ástand vefjagigtar og veita meðferðarúrræði við hæfi.  Í boði er endurhæfingarúrræði fyrir þá sem hafa farið í greiningu hjá þeim og nú bíður Þraut upp á fjölmörg námskeið fyrir alla sem glíma við verkjavanda, þreytu og vanlíðan.

Að minnsta kosti 15% fólks glímir við langvinna útbreidda verki, LÚV. Langvinnir úbreiddir verkir byrja gjarnan sem frekar mildir verkir og oft staðbundnir hjá ungu fólki. Með tímanum breiðast verkirnir út, verða sárari og hafa vaxandi áhrif á heilsu og starfsfærni. Hluti fólks er þá jafnframt með misslæma síþreytu, skerta einbeitingu/skammtímaminni og glímir við verulegar svefntruflanir. Margir þessara einstaklinga eru greindir með vefjagigt sem líta má á sem svæsnasta form LÚV. Vefjagigt greinist hjá fólki á öllum aldri og er algengi vefjagigtar 2-8% og er hlutfallið nokkuð jafnt í öllum þjóðfélögum.

Rannsóknir frá Evrópu og Bandaríkjunum sýna að vefjagigtarsjúklingar búa við slök lífsgæði og að um fjórðungur þeirra er óstarfhæfur. Sterkar líkur eru á að sé gripið fyrr inn í sjúkdómsferli vefjagigtarsjúklinga, þegar þeir eru á frekar mildu LÚV stigi, væri hægt að bæta lífsgæði þeirra verulega og draga úr ótímabæru brotthvarfi úr vinnu.

Í dag er engin lækning til við LÚV og lyfjameðferð gefur í besta falli "sæmilegan" árangur.  Meðferð byggir aðallega á því að fyrirbyggja versnun sjúkdómsins og aðlagast ástandinu þannig að verkir og önnur einkenni hafi minni áhrif á líðan og færni einstaklingsins. Viðurkenndar, gagnreyndar meðferðarleiðir eru fræðsla, atferlismeðferð og ráðleggingar varðandi rétta líkamsbeitingu og líkamsþjálfun.

 

Námskeið Þrautar á haustönn eru:

 

  • Verkir og verkjastjórn; hefst 29. september n.k.

 

  • Núvitundarnámskeið sem er sérstaklega sniðið að fólki sem glímir við LÚV og vefjagigt; hefst 30. september

 

  • Vefjagigtarnámskeið – grunnnámskeið; hefst 20. október n.k.

 

  • Þreyta/orluleysi og orkusparandi aðgerðir; hefst  13. október n.k.

 

  • Kynlíf og heilsa/grindarverkir; hefst í nóvember.

 

Nánar á www.thraut.is , skráning í s. 5557750 og á sonja@thraut.is

Til baka