Vefjagigt


Fréttir

Mánudaginn 14. mars verður Heilsuspjall í Hannesarholti :

"Ræðum um sársauka - eða er það fyrirfram dauðadæmt?"

Mánudaginn 14. mars verður Heilsuspjall í Hannesarholti :

Þverstæður sársauka eru margar: Sársauki er okkur lífsnauðsynlegur en samt forðumst við hann; sársauki er hlaðinn tilfinningum en samt fjalla skáldin sárasjaldan um hann; það þykir karlmannlegt að þola sársauka en samt eru konur í meirihluta sársaukaþolenda; við finnum til með þeim sem þjást af sársauka en sýnum þeim takmarkað umburðarlyndi; birtingarmynd sársauka virðist okkur vera grátur og grettur en er miklu oftar andlit án svipbrigða. Þúsundir/tugþúsundir Íslendinga þekkja langvinnan sársauka á eigin skinni, það er löngu orðið tímabært að við ræðum um sársauka.

Gigtlæknirinn Arnór Víkingsson og verkjasálfræðingurinn Eggert S. Birgisson starfa  í Þraut - miðstöð vefjagigtar. Þeir munu spjalla við áheyrendur um verki og sársauka í víðu samhengi í Hannesarholti mánudagskvöldin 14.mars kl 20. Aðgangseyrir 1000 kr, miðasala á midi.is. 

Til baka