Vefjagigt


Fréttir

Ennþá inni í skápnum

Ég vil ekki að fólk viti að ég sé með vefjagigt, en það má alveg vita að ég sé með ADHD eða annað sem að mér hefur gengið.

Afhverju?

Ég er svo hrædd um að fólk dæmi mig sem aumingja, seti mig á einhvern bás, að það haldi að ég geti ekki unnið, að ég verði öryrki. Og fyrir vikið er ég alltaf að ganga meira og meira nærri mér og heilsu minni. Veit ekki hvar þetta endar, en nú hef ég leitað mér hjálpar hjá Þraut ehf -miðstöðvar vefjagigtar.  Er samt enn  inni í skápnum - þori ekki að opinbera mig undir nafni.

En svon a er líf mitt með vefjagigt

Ég vakna öll stíf einkum í hálsi og  er orðin enn verri eftir 3ja klukkustunda vinnu og kl. 10 er ég alveg að drepast. Er stöðugt að nudda mig og snúa höfðinu til og frá. Ef ég er heima rúlla ég á mér bakið með "foam" rúllu og nudda mig með nuddbolta. Og á hverjum degi geri ég æfingar sem kiropraktorinn minn kenndi mér, já á hverjum einasta degi.

Á kvöldin er ég oft svo slæm í baki, í  hálsinum og höfðinu að ég get ekki eldað mat, get ekki borðað, hef enga matarlyst, er flökurt af verkjum. Þá ligg ég oft bara uppi í rúminu mínu með fölar varir, orkulaus, vil ekki tala. Ég fer í minn eigin heim, "lagfæringarástand" fyrir sjálfa mig, er að nudda mig og slaka til skiptis, er bara að reyna allt til að láta mér líða betur. Og þessi agnarsmáa orka sem eftir er fer í að hugsa um 3ja ára dóttur mína.

Ég verð að fara að sofa kl. 22:00, verkirnir stýra því og það þýðir að ég get ALDREI farið út á kvöldin til að hitta fólk, farið í saumaklúbb eða annað.

 En ég er dugleg að reyna að gera það sem ég held að geri mér gott, ég fer regluelga í ræktina og geri auðveldar æfingar og fer í jóga, ég  fer reglulega í nudd, nudda mig sjálf, fer í slökun og nota slökunardisk. 

"Soldið boring"  að eiga ekkert líf eftir skóla, lærdóm og að hugsa um stelpuna mína - "Soldið boring"  að eyða svona miklum tíma í rúminu - "Soldið boring"   að geta ekki eldað -  "Soldið boring"   að eiga ekki félgaslíf.

En mér finnst ég mjög dugleg þó að ég segi sjálf frá - En svona er bara líf mitt með vefjagigtinni eins og hún er í dag. Vonandi læri ég betur á hana í Þraut.

Til baka